Innlent

4.996 kusu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Samfylkingin hefur laðað að sér fleiri kjósendur í prófkjörum víða um land en í prófkjörunum fyrir fjórum árum síðan.
Samfylkingin hefur laðað að sér fleiri kjósendur í prófkjörum víða um land en í prófkjörunum fyrir fjórum árum síðan. MYND/Vilhelm

Kosningum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er nú lokið. Talið verður á morgun og áætlað er að fyrstu tölur berist um 18:00 á morgun, sunnudag.

Samkvæmt tölum frá kjörstjórn í Suðurkjördæmi kusu alls 4.996 í prófkjörinu en það var opið. Alls eru um þrjú þúsund félagar skráðir í Samfylkinguna í kjördæminu og er því ljóst að margir láta sig uppröðunina á framboðslista þeirra sig varða.

Fyrir síðustu þingkosningar kusu um 2.500 manns í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu og er þetta því tvöföldun á fjölda kjósenda og það þrátt fyrir afleitt veður. Forsvarsmenn Samfylkingarinnar eru því mjög ánægðir með kjörsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×