Innlent

Tæplega 3000 kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Þrjú prófkjör eru í gangi hjá Samfylkingunni í dag.
Þrjú prófkjör eru í gangi hjá Samfylkingunni í dag. MYND/Pjetur

Tæplega 3000 manns voru búnir að kjósa kl. 15. í opnu prófkjöri

Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Þegar utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk kl. 20:00 föstudagskvöldið 3.

nóvember voru 626 búnir að kjósa utankjörfundar og kl. 15:00 voru

2366 búnir að kjósa til viðbótar, alls 2982.

Sérstök athygli er vakin á því að kjörstaðir loka kl. 18. Prófkjörið

er opið öllum kosningabærum mönnum í Suðurkjördæmi, þ.e. þeim sem eru

orðnir 18 ára og hafa íslenskan ríkisborgararétt.

Auk þess býðst býðst kjósendum að kjósa utankjörfundar á skrifstofu

Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík á kjördag milli kl.

12:00-16:00 og á einhverjum af þessum tuttugu kjörstöðum í Suðurdæmi

ef þeir ná ekki að

kjósa í sinni heimabyggð, nálgast má upplýsingar á samfylking.is.

Talið verður á sunnudeginum á Hótel Selfossi, fyrstu tölur ættu að

liggja fyrir um kl. 18:00 á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×