Ríkið greiðir 30,25 milljarða fyrir Landsvirkjunarhlut 1. nóvember 2006 12:27 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri handsala samninginn í hádeginu. MYND/Pjetur Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrituðu nú í hádeginu saming um um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu. Þar með verður fyrirtækið eingöngu í eigu ríkisins. Ríkið greiðir 30 milljarða og 250 milljónir króna fyrir hlutinn. Borgin fær um 27 milljarða fyrir sinn hlut og Akureyrarbær um 3,3 milljarða sem greiddir verða með reiðufé. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri benti á að viðræður hefðu staðið með hléum í tvö á milli aðila en að R-listanum hefði aldrei verið alvara með að selja hlut borgarinnar þar sem Vinstri - grænir hafi lagst gegn því. Þá sagði hann verðmat fyrirtækisins hafa hækkað frá því að viðræðum var slitið milli ríkis og borgar fyrr á árinu. Um ástæður sölunnar sagði Vilhjálmur að Íslendingar byggju í gjörbreyttu raforkuumhverfi og það gengi ekki að hans mati að Reykjavíkurborg ætti bæði 95 prósenta hlut í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósenta hlut í Landsvirkjun, fyrirtækjum í samkeppni. Jafnframt lýsti hann því yfir að Orkuveitan yrði ekki einkavædd í hans borgarstjóratíð. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var inntur eftir því hvort ætlunin væri að einkavæða Landsvirkjun í kjölfar samninganna en hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það. Í svipaðan streng tók Árni Mathiesen fjármálaráðherra og sagði ekkert liggja fyrir um einkavæðingu fyrirtækisins. Borgarstjórinn í Reykjavík og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, voru báðir inntir eftir því hvað gert yrði við söluandvirðið. Vilhjálmur sagði að um 24 milljarðar færu í lífeyrisskuldbindingar borgarinnar en þrír milljarðar í að greiða niður uppsafnaðan halla borgarsjóðs. Kristján sagði að hlutur Akureyrar færi í lífeyrisskuldbindingar bæjarins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira