Skattayfirvöld kunni að hafa áhuga 29. október 2006 18:30 Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga. Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Ritstjóri Ekstra-blaðsins danska telur að skattayfirvöld á Íslandi og í Danmörku kunni að hafa áhuga á upplýsingum sem blaðið hefur undir höndum um íslenska kaupsýslumenn. Í fyrstu grein blaðsins um íslensku útrásina eru birtar upplýsingar um hvernig íslensk fyrirtæki eiga að hafa komist hjá því að greiða skatta. Með morgunkaffinu gat danska þjóðin lesið um það sem Ekstrabladet nefnir leynilegt, kraftmikið og alþjóðlegt skattasniðgöngukerfi Kaupþings banka. Danskir sérfræðingar líkja fjármagnsstreyminu við peningaþvætti og segja Íslendingana komast hjá því að borga skatt í Danmörku með því að færa hagnaðinn í gegnum Lúxemborg. Danskur lögfræðingur segir að ekkert ólöglegt eigi sér stað, þótt nýttar séu lagalegar glufur. Jan Jensen, ritstjórn Ekstrablaðsins, hefur fengið viðbrögð frá Íslendingum í dag. Hluti þeirra er ósáttur við þá alhæfingu ritstjóra allir Íslendingar ætli að yfirtaka heiminn. Að sjálfsögðu eigi hún ekki við hvern og einn einasta Íslending, þetta hafi verið orðaleikur. Sumir hafi hrósað blaðinu fyrir að taka upp mál sem fólk tali mikið um á Íslandi. Á ritstjórn blaðsins í dag fékk NFS aðgang að hluta af 15 möppum sem innihalda meðal annars leynilegar bankaupplýsingar frá Lúxemborg. Blaðamenn Ekstrabladets furða sig á því hversu erfittt hefur verið að fá viðbrögð frá stjórnendum Kaupþings banka vegna umfjöllunarinnar. Eins þykir þeim merkilegt að Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, hafi í fjölmiðlum í gær varið íslenskt viðskiptalíf án þess að hafa lesið umfjöllun Ekstrabladets. Jan Jensen segir hann vera að verja málstað viðskiptalífsins, en sér finnist furðulegt að hann geri það með svo litlum rökum eftir að aðeins orðrómur hafði farið á kreik um umfjöllun blaðsins. Hann hefði frekar mátt bíða í nokkra daga. Jensen held einnig að danskir ráðherrar myndu ekki taka uppá því að tjá sig um eitthvað sem þeir hafa ekki heyrt eða séð. Hann segist telja að skattayfirvöld í Danmörku og á Íslandi hefðu áhuga á þeim upplýsingum sem blaðið hafi komist yfir á fjölmörgum stöðum sem grenslast hafi veirð fyrir á um umsvif Íslendinga.
Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira