Innlent

Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt

Önnur langreyðin var dregin á land í Hvalfirði í gær.
Önnur langreyðin var dregin á land í Hvalfirði í gær. MYND/GVA

Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar.

Greenpeace telur að efnahagsleg rök dugi best í baráttu gegn hvalveiðum Íslendinga enda enginn markaður fyrir hvalkjöt. Bendir samtökin á að Norðmenn hafi reynt án árangurs að selja hvalkjöt til Japans í fimm ár. Samtökin beina spjótum sínum að ferðaþjónustu og hafa beðið fólk að heita því á heimasíðu sinni að íhuga alvarlega Íslandsheimsókn ef Íslendingar láta af hvaladrápi.

„Við leggjum áherslu á það val sem Íslendingar hafa á milli þess að draga nokkrar langreyðar á land í Hvalfirði - sem hvorki er hægt að selja á íÍslandi né í Japan - eða stórauka tekjur sínar af ferðaþjónustu ef Íslendingar hætta hvalveiðum,“ segir Frode Pleym, talsmaður Greenpeace-samtakanna hér á landi.

„Hér er um háar fjárhæðir að ræða - miklu hærri en hvalveiðar skiluðu þegar best lét. Áttatíu og sjöþúsund manns eru nú á lista yfir fólk sem vill koma til Íslands ef hvalveiðum verður hætt. Koma þeirra gæti skilað 100 milljónum bandaríkjadala í tekjur.

Ferðaskrifstofur áætla að allavega 10 prósent þessara fyrirheita skili sér þannig að tekjurnar verða að minnsta kosti 10 milljónir bandaríkjadala. Þetta eru miklu meiri tekjur en hvalveiðar hafa nokkru sinni skilað Íslendingum á ársgrundvelli,“ segir Pleym enn fremur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×