Bandaríski herinn kveður í dag 30. september 2006 12:02 Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira