Lýsing afhendir Þroskahjálp 2 milljónir króna 21. september 2006 12:00 Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilefni 20 ára afmælis Lýsingar gaf fyrirtækið Landssamtökunum Þroskahjálp 2 milljónir króna en Lýsing er aðalstyrktaraðili samtakanna. Hluti upphæðarinnar rennur til þróunarstarfs Þroskahjálpar í þriðja heiminum. Lýsing fagnaði 20 ára afmæli sínu á dögunum og bauð starfsmönnum og viðskiptavinum til afmælisfagnaðar í nýju Laugardalshöllinni. Á 20 ára ferli fyrirtækisins hefur það styrkt ýmis hjálparsamtök og lagt mörgum einstaklingum lið við að ná markmiðum sínum. Til að mynda hefur Lýsing verið aðalstyrktaraðili Landssamtakanna Þroskahjálpar síðan 2004. Í tilefni afmælisins ákvað Lýsing að styrkja þau enn frekar með 2 milljónum króna. Lýsing hefur lagt mikið upp úr því að vera samtökunum innan handar. Árið 1987 deildu Lýsing og Þroskahjálp húsnæði að Suðurlandsbraut 22 og á þeim tíma kynntist fyrirtækið því óeigingjarna og þarfa starfi sem Þroskahjálp sinnir í þágu þeirra sem minna mega sín. Ólafur Helgi Ólafsson framkvæmdastjóri Lýsingar sagði í ræðu sinni við afhendinguna að málefni fatlaðra séu málefni samfélagsins alls og að nauðsynlegt sé að fatlaðir njóti í hvívetna sömu réttinda og aðstöðu og ófatlaðir. Landssamtökin Þroskahjálp fluttu starfsemi sína af Suðurlandsbraut árið 2004 og seldu Lýsingu húsnæðið. Þá gerði Lýsing styrktarsamning við félagið til fjögurra ára um 500 þúsund króna styrk ár hvert. Það kom því Landssamtökunum Þroskahjálp þægilega á óvart þegar Lýsing veitti þeim 2 milljónir króna aukalega og rennur hluti upphæðarinnar til þróunarstarfs í þriðja heiminum. Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, sagði í ræðu sinni að Lýsing hefði reynst samtökunum ómetanlegur bakhjarl og bandamaður og að slíkt sé afar þýðingarmikið í baráttunni fyrir mannréttindahugsjónum og trúnni á réttlæti til allra manna. Þar sem samtökin gerðu ekki ráð fyrir þessum peningum í fjárhagsáætlun sinni ætla þau að láta langþráðan draum rætast og láta gott af sér leiða í þágu fatlaðra fyrir utan landsteinana. Það voru þau Gerður A. Árnadóttir og Friðrik Sigurðsson sem tóku við styrknum af Ólafi Helga Ólafssyni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira