Dómsmálaráðuneytið segir Árna uppfylla skilyrðin 30. ágúst 2006 12:00 MYND/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir Árna Johnsen hafa afplánað fangelsisdóm sinn og uppfylli að öllu leyti skilyrði fyrir því að fá uppreist æru. Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu er hins vegar hvorki staðfestar né hraktar fréttir Fréttablaðsins um að búið sé að skrifa undir uppreist Árna. Árni Johnsen segir að sér hafi ekki verið tilkynnt formlega að honum hafi verið veitt uppreisn æru, en hann sótti um það í júní síðastliðnum. Handhafar forsetavalds skrifuðu undir nauðsynlega pappíra um þetta í fjarveru forseta Íslands að sögn Fréttablaðsins. Ef búið er að veita Árna Johnsen uppreist æru þýðir það að kjörgengi hans í alþingiskosningum í vor er óskorað. Aðspurður hvort hann hyggi á framboð í alþingiskosningum í vor ef rétt reynist að hann hafi óflekkað mannorð á ný sagði hann ekki tímabært að taka ákvörðun um það en nefndi að hann hefði fundið fyrir töluverðum þrýstingi frá kjósendum. Forseti getur veitt mönnum uppreist æru, samkvæmt 84ðu grein hegningarlaga, eftir fimm ár frá fullnustu refsingar, svo fremi sem brotið hafi verið fyrsta brot dæmda sem hefur skerðingu borgararéttinda í för með sér og að fangelsisvist hafi ekki numið meira en einu ári. Þessi frestur getur styst niður í tvö ár ef dæmdi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili. Í febrúar voru tvö ár frá því Árni var látinn laus af Kvíabryggju og lagði hann því inn umsókn um uppreist æru til dómsmálaráðuneytisins í júní. Handhafar forsetavalds í fjarveru forseta Íslands, það er forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar, skrifuðu að sögn Fréttablaðsins upp á skjal þessa efnis að tillögu dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar nú nýverið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur dvalið erlendis undanfarið í einkaerindum og því skrifuðu handhafar forsetavalds upp á beiðnina í fjarveru hans. Fyrir þá sem velta fyrir sér hvaðan orðið uppreisT með t-i komi, þá er þetta orð samkvæmt orðabók Menningarsjóðs kvenkyns nafnorð sem hefur sömu merkingu og orðið uppreisn. Ástæða fyrir því að þessi orðmynd er notuð í fréttum af þessu máli í öllum fjölmiðlum er sú að svona er þetta orðað í lögum um kosningar til Alþingis.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira