Innlent

Árni kannast ekki við uppreist æru sinnar

Árni Johnsen segist ekki hafa fengið það tilkynnt sjálfur að handhafar forsetavalds séu búnir að undirrita uppreist æru honum til handa. Frétt þess efnis var í Fréttablaðinu í morgun. Ekki hefur náðst í dómsmálaráðherra sem fer með málið og leggur fram tillögu eða nokkurn handhafa forsetavalds, en forseti Íslands er í útlöndum í einkaerindum fram í næstu viku.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×