Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota 22. júlí 2006 12:59 Frá Vestmannaeyjum MYND/GVA Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira