Innlent

Rekin fyrir að reykja í laumi

Afgreiðslustúlka á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl með falinni myndavél inn á staðnum.

Stéttafélag afgreiðslustúlkunnar kvartaði til Persónuverndar sem hefur úrskurðað að brotið var gegn reglum um rafræna vöktun á staðnum. Nauðsynlegt hefði verið að greina starfsfólki frá myndavélunum. Í staðinn hafi myndavélarnar verið dulbúnar og starfsmönnum sagt að þær væru reykskynjarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×