Innlent

Vonast til að Alliance-húsið svokallaða verði friðað

Formaður húsafriðunarnefndar ríkisins situr nú fund með borgarstjóra í von um að borgarstjóri taki vel í hugmyndir nefndarinnar um að friða Alliance-húsið svokallaða í vesturbæ Reykjavíkur. Formaðurinn neitar því alfarið að nefndin hafi sofið á verðinum, en til stendur að rífa húsið.

Húsið stendur við Mýrargötu en það var byggt á árunum 1924 og 25. Þar var á sínum tíma saltaður fiskur og þurrkaður og vann fjöldi fólks í húsinu. Til stendur að rífa húsið á næstunni en samkvæmt skipulagi borgarinnar á þarna að rísa sjö hæða íbúðarhúsnæði. Húsafriðunarnefd ríkisins er á móti þeim áformum og vill að húsið verði varðveitt

Ekki er langt í að húsið verði rifið og því spurning hvort húsafriðunarnefnd hefði ekki átt að beita sér fyrr í málinu. Sú spurning hefur vaknað hvort nefndin hafi ekki hreinlega sofið á verðinum

Magnús er bjartsýnn á að borgarstjóri taki vel í hugmyndir nefndarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×