Innlent

Mikið um hraðakstur

MYND/Róbert Reynisson

Þrettán ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í Kópavogi í gærkvöldi og ók einn þeirra á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Annar mældist á hundrað og þrjátíu. Þá stöðvaði lögreglan á Selfossi nokkra ökumenn á Hellisheiði í gærkvöldi og fór einn þeirra mikinn, eða á hundrað sextíu og sex kílómetra hraða. Óvenju margir ökumenn hafa verið stöðvaðir víða um land að undanförnu vegna hraðaksturs og kann lögregla enga skýringu á þessu háttarlagi ökumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×