Innlent

Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlýtur fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppni

Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut fyrstu verðlaun í glæpasagnasamkeppninni Gaddakylfan en verðlaunin voru afhent í Iðnó í dag. Þetta er þriðja sinn sem Gaddakylfan er afhent en það er tímaritið Mannlíf og Hið íslenska glæpafélag sem standa fyrir glæpasagnasamkeppninni. Verðlaunin hlaut Sigurlín fyrir smásöguna Þjóðvegur eitt.

Önnur verðlaun hlaut Lýður Ásnason fyrir söguna Ekki fyrir viðkvæma og þriðju verðlaun hlaut Ásdís Herborg Ólafsdóttir fyrir söguna Málverk. Fjölmargar sögur bárust í keppnina og hefur keppnin fætt af sér höfunda sem í framhaldinu hafa skrifað skáldsögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×