Innlent

Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir íhuga hugsanlegt framboð til forystu.

Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir segjast bæði vera að íhuga hugsanlegt framboð til forystu í Framsóknarflokknum. Jónína Bjartmarz hefur gefið kost á sér til varaformanns Framsóknarflokksins en hún styður Jón Sigurðsson til formennsku.

Guðni Ágústsson var staddur í rigningarsudda uppi í sveit þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann sagðist þar sallarólegur velta fyrir sér þeim þremur kostum sem hann stæði nú frammi fyrir. Taka slaginn um formannssætið, varaformannssætið eða stíga niður af stalli og yfirgefa forystusveit Framsóknarflokksins. Sumsé Guðni útlokar ekkert.

Vitað er að Haukur Logi Karlsson mun sækjast eftir ritaraembættinu, sem Siv Friðleifsdóttir gegnir nú. Ekki er að heyra á Siv, sem hvort tveggja hefur verið orðuð við embætti varaformanns og formanns, að hún telji tvíeykið Jón og Jónína hljóta rússneska kosningu á flokksþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×