Innlent

Auðvelt að sitja í Seðlabankanum og gagnrýna

Það er auðveldara að sitja í Seðlabankanum heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála, segir forsætisráðherra. Hann er sannfærður um að verðbólgan sé á niðurleið. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri sagði fyrir aðeins fimm dögum að aðgerðir Seðlabankans væru of varfærnar ef eitthvað væri.

Seðlabankinn spáir ellefu prósenta verðbólgu fram á mitt næsta ár og hefur hækkað stýrivexti upp í þrettán prósent. Bankinn ætlar að endurskoða stöðuna aftur strax í ágúst og Seðlabanakstjóri gaf sterklega tilkynna í síðustu viku að fátt benti til annars en að stýrivestir yrðu áfram hækkaðir upp í topp. Forsætisráðherra er öllu bjartsýnni þegar kemur að verðbólguhorfum.Hann telur allt benda til að verðbólgan sé á niðurleið.

Davíð Oddsson sagði fyrir aðeins fimm dögum að ef eitthvað væri væru aðgerðir Seðlabankans of varfærnar og það væri einmitt þess vegna sem hefði verið ákveðið að skoða stöðuna aftur eftir aðeins mánuð.

 

Ríkisstjórnin hefur enn enga ákvörðun tekið um hvort hætt verði við að verja Símapeningunum í framkvæmdir á árunum 2008 og 2009. Geir H. Haarde hélt þeim möguleika klárlega ennþá opnum í morgun. Starfandi formaður fjárlaganefndar ætlar að beita sér fyrir lagasetningu í haust, þess efnis að bæði hátæknisjúkrahúsi og Sundabraut verði slegið á frest og Símapeningunum öllum varið í að viðhalda stöðugleikanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×