Innlent

Dökkan reyk lagði frá Járnblendisverksmiðjunni á Grundartanga

Reykhreinsibúnaður Járnblendiverksmiðjunnar í Grundartanga bilaði nú í kvöld með þeim afleiðingum að mikinn og dökkan reyk lagði frá verksmiðjunni.

Að sögn Brynjars Jakobssonar, starfsmanns Járnblendiverksmiðjunnar stafar engin hætta af reyknum en verksmiðjunni er uppálagt að hreinsa allan reyk til að koma í veg fyrir sjónmengun og óþef. Unnið er að viðgerðum og bjóst Brynjar við því að þeim yrði lokið innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×