Innlent

Windows 98 út um gluggann

Tölvurisinn Microsoft hætti í dag stuðningi við sín stýrikerfin Windows 98, 98SE og ME. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar í heimi tækninnar á þessum árum er enn mikill fjöldi fólks sem nýtir sér þennan búnað.

Það sannast ef til vill best á því að árið 2003 vildi fyrirtækið Microsoft hætta stuðningi við þessi kerfi. Hundruð milljónir tölvunotaenda um allan heim mótmæltu þessari ákvörðun þá svo kröftulega að risafyrirtækið varð að fresta ákvörðun sinni.

Þessi frestur rann út í dag og hefur Micorsoft sent þeim 70 milljónum tölvunotenda sem enn nota stýrikerfin þau skilaboð að frekari öryggisuppfærslur verði ekki gefnar á fyrrgreind stýrikerfi.

Þær upplýsingar fengust hjá Microsoft á Íslandi að hér á landi væru en um það bil 5% heimilistölva með þennan búnað en honum þarf nú að skipta út öryggisins vegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×