Innlent

Grímur átti lægra boð í borholur á Norð-Austurlandi

Þreifingar eru í gangi með að reisa álver á Bakka við Tjörnes
Þreifingar eru í gangi með að reisa álver á Bakka við Tjörnes

Tilboð í borholur á Norð-Austurlandi og uppsetningu blástursbúnaðar voru opnuð í Landsvirkjun í gær. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum, en um er að ræða tilraunaboranir fyrir nýtt raforkuver til álframleiðslu á Húsavík. Tvö tilboð bárust, frá Vélsmiðjunni Grími ehf. og frá Stáli og suðu ehf. Tilboð Vélsmiðjunnar Gríms var lægra, rúmlega 8,8 milljónir. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var upp á 8,5 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×