Innlent

Ríkisstjórn styður stefnumörkun Landspítala Háskólasjúkrahúss

Ríkisstjórnin styður þá stefnumörkun Landspítala - háskólasjúkrahúss, að yfirmenn spítalans skuli sinna starfi sínu þar eingöngu og ekki öðrum störfum utan hans. Heilbrigðisráðherra tók málið upp á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningu frá Læknafélaginu segir að félagið líti svo á að þetta skuli einungis eiga við þá starfsmenn sem ráðnir eru eftir að stefnumörkun spítalans tók gildi. Þegar breytingar sem þessar séu gerðar á störfum lækna, sé eðlilegt að það sé gert í samráði við starfsmenn og í samræmi við lög og gildandi samninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×