Innlent

Umhverfis- og fegrunarátak í Reykjavíkurborg

Laugardaginn 22. júlí hefst umhverfis- og fegrunarátak Reykjavíkurborgar. Átakið ber slagorðið "Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík" og er fyrirhugað að það eigi sér stað í öllum hverfum borgarinnar og hefjist í Breiðholti.

Í átakinu verður lögð áhersla á að virkja almenning og fyrirtæki til að taka þátt og hvetja alla með markvissum hætti til þess að hreinsa og hugsa vel um umhverfi sitt. Ætlunin er að fá borgarbúa til liðs við starfsmenn borgarinnar í því að snyrta hverfin. Sem stendur vinna starfsmenn Framkvæmdasviðs og Umhverfissviðs að úttekt á hverfunum og eins verður gerð áætlun um endurbætur vegna verkefna sem þurfa meiri undirbúning, svo sem lagfæring á gangstéttum og opnum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×