Lífið

Bryggjudagur við Kópavogshöfn á morgun

MYND/Vilhelm
Svokallaður Bryggjudagur verður haldinn í fyrsta sinn í Kópavogi á morgun. Það eru íbúar og fyrirtæki sem eru í nágrenni hafnarinnar sem standa fyrir viðburðinum en markmiðið er að vekja athygli Kópavogsbúa og nágranna þeirra á höfninni og nágrenni hennar.

Ýmsir myndlistarmenn úr Kópavogi sýna verk sín á Bryggjudeginum og þá býður Úlfar Esyteinsson matreiðslumaður og íbúi við höfnina upp á grillað fiskfang. Eru íbúar hvattir til að koma gangandi eða á hjóli á hátíðina. Tekið hefur verið til á svæðinu undanfarna daga og er vonast til að hún verði að árlegum viðburði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×