Einvígi háð í Kringlunni í dag 31. maí 2006 15:27 Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu. Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi Norður-Evrópumeistarar í borðtennis munu heyja einvígi í Kringlunni í dag klukkan hálf sex. Leikurinn er í tilefni Norðurlandamóts sem fram fer í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog í Reykjavík nú um helgina. Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis og núverandi Norður-Evrópumeistari, mætir í dag sænska leikmanninum Cyprian Asamoah, Norður-Evrópumeistara 2002 í sýningarleik í Kringlunni. Guðmundur vakti mikla athygli landans þegar hann varð Íslandsmeistari árið 1994, þá ekki nema 11 ára gamall. Þeim titli hefur hann haldið allar götur síðan, eða í 13 ár samfleytt. Hann er einnig núverandi Norður-Evrópumeistari, bæði í einliða- og tvíliðaleik, og fyrrverandi Noregsmeistari og Bretlandseyjameistari. Auk þess hefur Guðmundur unnið til fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis. Mótherji Guðmundar er heldur ekki af lakari endanum. Svíinn Cyprian Asamoah er fyrrverandi Norður-Evrópumeistari (2002) og hefur unnið fjölda annarra titla á alþjóðlegum vettvangi. Þeir félagar þekkjast vel, enda hafa þeir spilað saman með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö undanfarin tvö ár. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur og Cyprian takast á í leik. Fyrir þremur árum mættust þeir í sýningarleik í íþróttahúsi Smárans og endaði sá bardagi með glæstum sigri Guðmundar. Svíinn vann fyrstu lotuna, 16:14, en þá sagði okkar maður hingað og ekki lengra og vann næstu fjórar lotur, 11:7, 11:7, 11:6 og 11:9. Norður-Evrópumótið 2006Þátttökuþjóðir á Norður-Evrópumótinu eru Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Eistland og Litháen. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið.Á mótinu mun Guðmundur freista þess að verja titilinn frá 2004, Norður-Evrópumeistari í borðtennis.Keppt er í liðakeppni karla og kvenna, einliðaleik karla og kvenna, tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndarkeppni. Mótið hefst föstudaginn 2. júní með liðakeppni og mun forseti ÍSÍ Ólafur Rafnsson setja mótið. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna og tvíliðaleik karla og kvenna fara fram sunnudaginn 4. maí klukkan 11:00 - 13:00. Liða- og tvenndarkeppni lýkur laugardaginn 3. júní.Verðlaunaafhending fer fram klukkan 14:00 á sunnudeginum.Frá FF Malmö til Eslöv Eins og fram hefur komið hefur Guðmundur leikið undanfarin tvö ár með sænska úrvalsdeildarliðinu FF Malmö og náð þar góðum árangri. Hann, ásamt félögum sínum, hefur þó orðið að láta sér lynda silfrið í sænsku deildinni þar sem nágrannar þeirra í Eslöv hafa hreppt titilinn undanfarin ár. Guðmundur hefur því tekið ákvörðun um að flytja sig til og mun hann leika með Eslöv á næstu leiktíð, þar sem hann kemur einnig til með að spila í meistaradeild Evrópu.
Íþróttir Lífið Menning Mest lesið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira