Innlent

Sigur Á-listans staðfestur

Kjörstjórn á Álftanesi lauk fyrir skemmstu endurtalningu á atkvæðum sem greidd voru í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Endurtalningin staðfesti sigur Álftaneslistans. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu vegna þess hversu mjótt var á munum en aðeins munaði þremur atkvæðum þegar talningu lauk í gærkvöldi.

Sjálfstæðismenn gerðu ekki athugasemd við talninguna sjálfa en óskuðu eftir ítarlegri endurtalningu til að tryggt væri að úrslitin væru rétt. Þetta er í fyrsta sinn, síðan tekin var upp listakosning á Álftanesi fyrir 20 árum, sem sjálfstæðismenn eru ekki í meirihluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×