Eyþór Arnalds handtekinn fyrir ölvunarakstur 14. maí 2006 18:32 Eyþór Arnalds, oddviti á lista Sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að hafa ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Klukkan rúmlega eitt í nótt var jeppabifreið ekið á ljósastaur á Kleppsvegi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist ekki það mikið að hann var ökufær á eftir. Ökumaður ók af vettvangi en vitni að atburðinum lét lögreglu vita. Lögregla brást skjótt við og náðist ökumaðurinn ásamt farþega í Ártúnsbrekunni. Samkvæmt heimildum NFS voru þarna á ferð Eyþór Arnalds, oddamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg og unnusta hans og voru bæði grunuð um ölvun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru hin grunuðu flutt á lögreglustöð þar fangageymslur biðu þeirra. Í dag var skýrslur teknar og segir varðstjóri lögreglu að ökumaðurinn hafi játað brot sitt og verið sleppt í kjölfarið. Málið teljist því upplýst. NFS hefur ekki náð tali af Eyþóri í dag og hefur því ekki upplýsingar um hvort og hvernig hann muni bregðast við eftir að hremmingar næturinnar. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma jafnvel orðaður við að oddastöðu í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti á lista Sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að hafa ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Klukkan rúmlega eitt í nótt var jeppabifreið ekið á ljósastaur á Kleppsvegi með þeim afleiðingum að ljósastaurinn lagðist á hliðina. Bíllinn skemmdist ekki það mikið að hann var ökufær á eftir. Ökumaður ók af vettvangi en vitni að atburðinum lét lögreglu vita. Lögregla brást skjótt við og náðist ökumaðurinn ásamt farþega í Ártúnsbrekunni. Samkvæmt heimildum NFS voru þarna á ferð Eyþór Arnalds, oddamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg og unnusta hans og voru bæði grunuð um ölvun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru hin grunuðu flutt á lögreglustöð þar fangageymslur biðu þeirra. Í dag var skýrslur teknar og segir varðstjóri lögreglu að ökumaðurinn hafi játað brot sitt og verið sleppt í kjölfarið. Málið teljist því upplýst. NFS hefur ekki náð tali af Eyþóri í dag og hefur því ekki upplýsingar um hvort og hvernig hann muni bregðast við eftir að hremmingar næturinnar. Pólitísk staða Eyþórs í Árborg hefur verið afar sterk. Hann sigraði með yfirburðum í prófkjöri í sveitarfélaginu og hefur haft afar sterka stöðu samkæmt sköðanakönnunum. Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkana í Árborg fyrir og hafði fylgi Sjálfstæðisflokksins þá tvöfalldast frá síðustu kosningum - farið úr 25 prósentum í 51 prósent. Flestum ber saman um að þessi mikla fylgisaukning hafi að stórum hluta skrifast á ferska innkomu Eyþórs í hina pólitísku baráttu í Árborg. Eyþór Arnalds flutti nýverið ásamt unnustu sinni á bæinn Hreiðurborg sem er miðja vegu á milli Selfoss og Eyrarbakka. Hann hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík og var á sínum tíma jafnvel orðaður við að oddastöðu í borgarpólitíkinni. Eyþór var framkvæmdastjóri Íslandssíma og er þekktur fyrir tónlistarstörf - einkum í hljómsveitinni Todmobile.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira