Líknardráp leyfð á Íslandi? 24. janúar 2006 20:37 Mynd/Stefán Karlsson Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. Líknardráp eru aðeins leyfð á fáum stöðum í heiminum. Hvergi þó nema með ströngum skilyrðum, það er þegar læknar hafa staðfest andlegt heilbrigði einstaklingsins, sem sé jafnframt haldinn þjáningarfullum sjúkdómi sem dregur hann til dauða innan skamms tíma. Víðast hvar þurfa fleiri en einn læknir að koma að slíkri ákvörðun. Það vakti athygli þegar Ingrid Kohlmann framkvæmdastjóri þekkingamiðlunar sagði frá því í Íslandi í býtið í morgun, hvernig hún studdi föður sinn þegar hann vildi að taka líf sitt með aðstoð lækna, þá orðinn fárveikur sjúklingur sem þurfti aðstoð við allar athafnir. Ingrid segir að aðdragandinn hafi verið langur en dánarstundin hafi verið mjög falleg þótt það hljómi skringilega. Einungis eitthundrað manns hafa skilað inn lífskrá þar sem þeir geta komið á framfæri óskum um meðferð ef andlegt eða líkamlegt ástand leyfir ekki að þeir geti komið að ákvörðunum þegar kallið kemur. Á Íslandi er leyfð líknandi meðferð eða líknardauði en við fyrstu sýn gæti reynst harla lítill munur á þessu tvennu. Sterk verkjalyf við líknandi meðferð geta flýtt fyrir dauða. Ingrid segir að það sé ekki ýkja mikill munur á líknardrápi og líknardauða og að það þurfi að fara fram víðtæk umræða á Íslandi áður en lengra verði haldið. Lífskrá Landlæknisembættisins sé fyrsta skrefið. Ingrid segir að innan fárra ára verði líknardráp sjálfsagt að veruleika á Íslandi. Matthías Halldórssson aðstoðarlandlæknir segir hins vegar að munurinn á líknardrápi og líknardauða sé alveg skýr. Segir hann ólíklegt að líknardráp verði leyfð á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. Líknardráp eru aðeins leyfð á fáum stöðum í heiminum. Hvergi þó nema með ströngum skilyrðum, það er þegar læknar hafa staðfest andlegt heilbrigði einstaklingsins, sem sé jafnframt haldinn þjáningarfullum sjúkdómi sem dregur hann til dauða innan skamms tíma. Víðast hvar þurfa fleiri en einn læknir að koma að slíkri ákvörðun. Það vakti athygli þegar Ingrid Kohlmann framkvæmdastjóri þekkingamiðlunar sagði frá því í Íslandi í býtið í morgun, hvernig hún studdi föður sinn þegar hann vildi að taka líf sitt með aðstoð lækna, þá orðinn fárveikur sjúklingur sem þurfti aðstoð við allar athafnir. Ingrid segir að aðdragandinn hafi verið langur en dánarstundin hafi verið mjög falleg þótt það hljómi skringilega. Einungis eitthundrað manns hafa skilað inn lífskrá þar sem þeir geta komið á framfæri óskum um meðferð ef andlegt eða líkamlegt ástand leyfir ekki að þeir geti komið að ákvörðunum þegar kallið kemur. Á Íslandi er leyfð líknandi meðferð eða líknardauði en við fyrstu sýn gæti reynst harla lítill munur á þessu tvennu. Sterk verkjalyf við líknandi meðferð geta flýtt fyrir dauða. Ingrid segir að það sé ekki ýkja mikill munur á líknardrápi og líknardauða og að það þurfi að fara fram víðtæk umræða á Íslandi áður en lengra verði haldið. Lífskrá Landlæknisembættisins sé fyrsta skrefið. Ingrid segir að innan fárra ára verði líknardráp sjálfsagt að veruleika á Íslandi. Matthías Halldórssson aðstoðarlandlæknir segir hins vegar að munurinn á líknardrápi og líknardauða sé alveg skýr. Segir hann ólíklegt að líknardráp verði leyfð á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira