Alvarleg sakamál eru enn óupplýst 23. júlí 2006 07:15 með vopnið á lofti Ræningi Happdrættis Háskóla Íslands náðist á öryggismyndavél er hann réðst inn í höfuðstöðvarnar með skotvopn á lofti og hrifsaði með sér hundrað þúsund krónur. Hann er ófundinn. Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar. Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Ungur maður, íklæddur bláum kuldagalla, réðst inn í höfuðstöðvar Happdrættis Háskóla Íslands um hádegið hinn 30. janúar, ógnaði starfsfólki með skotvopni og komst undan á hlaupum með tæpar hundrað þúsund krónur. Kuldagalli mannsins fannst í bakgarði í Grjótaþorpinu og skömmu síðar var karlmaður á tvítugsaldri handtekinn, grunaður um verknaðinn. Honum var þó sleppt að loknum yfirheyrslum. Að sögn Rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík hefur málið verið í rannsókn síðan þá en ekki tekist að hafa hendur í hári ræningjans. Lögreglan bíður nú niðurstöðu úr lífssýnarannsókn vegna málsins og vonast til að einhver árangur hljótist af henni. Að sögn lögreglunnar eru alltaf einhverjir grunaðir en betra að bíða þar til áþreifanleg sönnunargögn séu fyrir hendi. Að kvöldi laugardagsins 25. mars var karlmaður á sjötugsaldri, Kristinn Óskarsson, numinn á brott af heimili sínu í Garði eftir barsmíðar og hann lokaður í farangursrými bifreiðar í sjö klukkustundir. Þá slapp Kristinn úr skottinu og hljóp að bænum Múla í Biskupstungum þar sem hann leitaði sér aðstoðar. Kristinn hlaut töluverða áverka í andliti og á líkama og allt bendir til þess að árásin hafi verið tilefnislaus. Lögreglan rannsakar málið sem mannrán en hefur ekki borið erindi sem erfiði enn sem komið er. Að sögn rannsóknardeildar lögreglunnar í Keflavík hefur leitin að sökudólgunum ekkert gengið. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum við málið, meðal annars ökumann jeppabifreiðar sem ók framhjá Kristni á Biskupstungnaveginum, en það hafi litlu skilað. Þá hafi farið fram mikil leit að gulum, amerískum bíl sem passar við lýsingu á bíl ofbeldismannanna, en þar hafi lögreglu einnig rekið í strand. Málið sé nú í biðstöðu þar til nýjar upplýsingar berist. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík, segir mjög hátt hlutfall sakamála upplýsast hér á landi og það heyri til algerra undantekninga ef það gerist ekki. "Hins vegar tekur það í stöku tilvikum lengri tíma," segir Ómar.
Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira