Enginn fékk að sjá kjarasamninginn 23. júlí 2006 07:45 frá framkvæmdastjórnarfundi Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir ráðningarsamning framkvæmdastjóra ekki geta verið trúnaðarmál milli formanns og framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum sé framkvæmdastjóri ráðinn af framkvæmdastjórn, ekki formanni. Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Sjá meira
Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent