Vegna veðurs og samgönguerfiðleika er karlahópur femínistafélagsins ekki í Vestmannaeyjum um helgina eins og til stóð. Þess í stað er karlahópurinn á Akureyri og dreifir þar barmmerkjum, svifdiskum og bæklingum.
Þetta er fjórða verslunarmannahelgin í röð sem karlahópur Femínistafélags Íslands stendur fyrir átakinu „Karlmenn segja NEI við nauðgunum“. Karlahópurinn verður einnig fyrir utan nokkrar verslanir ÁTVR, BSÍ og Flugstöð Reykjavíkur.