Berst fyrir lífi sínu í brasilísku fangelsi 25. ágúst 2006 07:45 "Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur. Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
"Ég geng um með tálgaðan tannbursta á mér allan daginn ef einhver skyldi ráðast á mig," segir Hlynur Smári Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem setið hefur í brasilísku fangelsi í tæpa þrjá mánuði fyrir tilraun til að smygla um tveimur kílóum af kókaíni út úr landinu. "Fyrsta daginn sem ég kom hingað reyndi einn að drepa mig með hníf því að hann vildi sígarettuna mína. Ég náði hnífnum af honum og stakk hann í sjálfsvörn." Aðbúnaðurinn í fangelsinu, sem er í Porto Seguro í Bahia-fylki í Brasilíu, er hræðilegur að sögn Hlyns. "Við erum hafðir tíu saman í tíu fermetra klefa sem er ætlaður fyrir tvo menn og klósettið er hola í jörðinni," Hlynur sefur á gólfinu við þriðja mann og þurfti að greiða sérstaklega fyrir svefnstaðinn. "Ég þurfti að borga um fjögur þúsund krónur íslenskar fyrir plássið í byrjun og ég held því enn." "Við erum allir grálúsugir og skítugir og erum fóðraðir á mygluðu brauði og vatni sem er fullt af ormum," segir Hlynur. "Við fáum kaffi á daginn og í því er lyf sem hefur áhrif á kynhvötina til að koma í veg fyrir að mönnum sé nauðgað. Svo er pottþétt líka lyf í matnum, því eftir mat getur maður varla hreyft sig vegna sljóleika og vill helst sofna." Til að fá eitthvað ætilegt að borða hefur Hlynur þurft að múta samföngum sínum. "Ég var kominn í smá skuld við kokkinn um daginn eins og við köllum hann, svo að hann réðst á mig og í átökunum brotnuðu tveir fingur á mér," segir Hlynur. "Það eru nokkrir dagar síðan og ég fæ ekki að fara á sjúkradeildina." Hann kveðst peningalaus um þessar mundir og skuldi enn mat fyrir þrjár vikur. Hlynur sefur á daginn af ótta við að verða fyrir árás samfanga sinna á næturna. "Ég vaki á næturnar og reyni að sofa á morgnana þegar allir eru komnir á kreik. Þá finnst manni eins og maður sé öruggastur," segir Hlynur. Það var stutt í tárin hjá Hlyni þegar blaðamaður spurði hvað það væri sem héldi honum gangandi. "Sko, ég má ekki láta neinn sjá mig gráta hérna inni," sagði hann og ræskti sig. "Það er fyrst og fremst sonur minn sem ég á heima á Íslandi og fjölskyldan mín og vinir," sagði hann þá brostinni röddu. Þrátt fyrir að hafa setið í tæpa þrjá mánuði í fangelsi hefur mál hans ekki enn verið tekið fyrir dómi. "Í þessu landi gengur allt út á peninga. Mig vantar peninga til að láta lögfræðinginn minn fá, svo að hann geti komið hreyfingu á hlutina," sagði Hlynur. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra hjá utanríkisráðuneytinu, eru engir framsalssamningar í gildi milli þjóðanna. "Það útilokar samt ekki að hægt sé að semja um framsal manna eftir að þeir eru dæmdir," sagði Pétur.
Erlent Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira