Makalausar veislur til vandræða 17. desember 2006 19:18 Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum. Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á aðventunni hafa prestar í nógu að snúast við að hjálpa pörum sem rata í vanda. Makalaus vinnustaðapartí koma þar við sögu. Nú er allt í boði, tónleikar, allskyns viðburðir og svo jólaboð og jólahlaðborð að ónefndu öllu því sem að gera á heima fyrir. Þetta ætti að hinn skemmtilegasti tími en virðist eiga sínar dökku hliðar. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, segist hafa fundið það að flest sálgæsluviðtöl vegna fjölskylduerfiðleika og ósættis á heimilum komi inn á hans borð á aðventunni. Í sama streng tekur Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Hann segir það því miður reynslu margra presta að aðventan fari oft í það að reyna að binda saman fjölskyldur sem séu að brotna vegna þess að það sé farið allt of hratt og yfir þau mörk sem trúnaður og skyldur eigi að leyfa. Makalaus vinnustaðapartí eru eitthvað sem fólk ætti að vara sig á og þar eru Íslenska þjóðin ekkert einsdæmi. Nýlega var til dæmis sagt frá því í Fréttablaðinu að danskir einkaspæjarar hafi óskaplega mikið að gera því fólk vill láta njósna um maka sína í jólaboðum. Pálmi segist gjarnan halda því fram að þau fyrirtæki sem séu að bjóða til jólafagnaða á aðvetunni eigi að bjóða starfsmanni og maka. Annað sé dónaskapur. Einhver hefði haldið að nú þegar jólahlaðborð hafa tekið við af jólaglöggspartýum hafi dregið úr vandræðunum. Hjörtur Magni segist hafa nokkur mál nú til úrvinnslu þar sem fólk hafi örþreytt eftir mikla spennu hellt í sig áfengi makalaust í boði fyrirtækis og allt farið úr böndunum. Pálmi segir í dag að menn fari í jólahlaðborð. Það heiti fínna nafni, en ef menn færu heim eftir jólahlaðborðið þá væri þetta allt í lagi. Hjörtur Magni ræður fólki á aðventunni að fara varlega og með sínum maka. Leita friðar og þess sem gefi frið og yfirvegun, ekki spennu og læti. Pálmi hvetur fólk til að vera heima með fjölskyldu, börnum og barnabörnum. Reyna að snerta hvert annað, elska og sýna hveru öðru í verki hvernig við elskum, virðum og treystum.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira