Ævisaga Laxness gefin út á ensku 9. nóvember 2006 11:32 Ævisagan um Nóbelskáldið Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson verður gefin út á ensku. Samningar þar að lútandi hafa tekist á milli JPV útgáfu og MacLehose Press í London sem gefur bókina út í samvinnu við Quercus-forlagið. Fram kemur í tilkynningu frá JPV að stofnandi MacLehose Press sé einn kunnasti bókmenntaútgefandi Bretlands, Christopher MacLehose, sem stýrði Harvill Press í 20 ár. Meðal þeirra höfunda sem hann gaf þar út voru Haruki Murakami, Ismael Kadare, Henning Mankell, Arnaldur Indriðason og Halldór Laxness. Phil Roughton þýðir bókina en hann hefur meðal annars þýtt Íslandsklukkuna eftir Laxness fyrir Random House í Bandaríkjunum. Bókin Halldór Laxness - ævisaga kom út hjá JPV útgáfu árið 2004 og hlaut Halldór Guðmundsson Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efnis fyrir hana. Bókin hefur þegar verið seld til Noregs, Danmerkur, Þýskalands og Svíþjóðar og eru útgáfurnar væntanlegar á næsta ári samkvæmt tilkynningu JPV. Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ævisagan um Nóbelskáldið Halldórs Kiljan Laxness eftir Halldór Guðmundsson verður gefin út á ensku. Samningar þar að lútandi hafa tekist á milli JPV útgáfu og MacLehose Press í London sem gefur bókina út í samvinnu við Quercus-forlagið. Fram kemur í tilkynningu frá JPV að stofnandi MacLehose Press sé einn kunnasti bókmenntaútgefandi Bretlands, Christopher MacLehose, sem stýrði Harvill Press í 20 ár. Meðal þeirra höfunda sem hann gaf þar út voru Haruki Murakami, Ismael Kadare, Henning Mankell, Arnaldur Indriðason og Halldór Laxness. Phil Roughton þýðir bókina en hann hefur meðal annars þýtt Íslandsklukkuna eftir Laxness fyrir Random House í Bandaríkjunum. Bókin Halldór Laxness - ævisaga kom út hjá JPV útgáfu árið 2004 og hlaut Halldór Guðmundsson Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og rita almenns efnis fyrir hana. Bókin hefur þegar verið seld til Noregs, Danmerkur, Þýskalands og Svíþjóðar og eru útgáfurnar væntanlegar á næsta ári samkvæmt tilkynningu JPV.
Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira