Íslenskar bringur fjórfalt dýrari en danskar 10. október 2006 18:45 Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir. Fréttir Innlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Gríðarlegur verðmunur er á innkaupakörfu keyptri í Danmörku og á Íslandi í dag. Þar vega þyngst kjúklingabringur sem eru rösklega fjórfalt dýrari í íslensku körfunni. Sextán prósenta lækkun ríkisstjórnarinnar á matarverði hrekkur skammt til að draga úr þeim mun. Sama matarkarfan var í dag keypt í Hagkaup á Íslandi og sambærilegri verslun í Danmörku. Karfan er langtum dýrari á Íslandi. Ríkisstjórnin stefnir að sambærilegu matarverði á Íslandi og á Norðurlöndunum - en því fer fjarri að það náist miðað við þessa körfu. Í henni vegur þyngst verðið á úrbeinuðum og skinnlausum kjúklingabringum sem kosta 2675 kr. kílóið í Hagkaup en 600 kr. kílóið í dönsku búðinni. En verður þetta magra kjöt - eitt hið vinsælasta meðal þeirra sem vilja halda sér í kjörþyngd - ódýrara í mars á næsta ári? Það er hæpið. Eina sem breytist í verði á ferskum íslenskum kjúklingabringum er helmingslækkun á virðisaukaskatti. Kjúklingurinn í Hagkaupskörfunni færi þá niður í 2510 kr. Ennþá víðsfjarri verðinu á danska kjúllanum. En af hverju eru íslenskar bringur svo miklu dýrari en danskar? Fyrir því eru fimm ástæður segir formaður Félags kjúklingabænda, Matthías H. Guðmundsson. Fóður er dýrara, eftirlitskostnaður hærri, hér þarf að unga út eggjum, flutningur aðfanga er dýr og framleiðendur hér ná ekki sömu stærðarhagkvæmni. En - þótt íslensku bringurnar verði áfram margfalt dýrari - þá geta kaupmenn flutt inn bringur. Í dag skiptist verðið á þeim svona: innkaupsverð (370 kr.), almennur tollur (111 kr.), magntollur (900 kr.), VSK (193 kr.) og svo álagning og lagerkostnaður. Jafnvel þótt kjúklingabringur fái hæstu mögulegu tollalækkun, 40%, verður áfram 600 kr. tollur á kílóið. Skattlagning ríkissjóðs á innfluttar kjúklingabringur lækkar því úr um 1200 kr. á kílóið í 700. Finnur Árnason forstjóri Haga segir að innflutningur á frosnum bringum myndi líklega aukast og því gætu þær verið í boði árið um kring - ekki bara þegar innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Því gæti okkur að jafnaði staðið til boða frosnar bringur á tæpar 1200 kr. á kílóið. En ef fólk vill ferskar íslenskar kjúklingabringur á diskinn sinn - heldur það áfram að borða dýrar en danskurinn. Formaður Félags kjúklingabænda segir það hreint út: Við náum aldrei sama verði og Danir.
Fréttir Innlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira