Yfir hundrað fíkniefnamál 8. ágúst 2006 06:30 LÖGREGLUHUNDURINN NERO Fíkniefnaleitarhundar stóðu vaktina ásamt lögreglu um helgina. MYND/Hrönn Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira