Kaupendur í betri stöðu en seljendur 8. ágúst 2006 08:00 Mynd/Stefán Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan." Innlent Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan."
Innlent Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira