Brotthvarf Árna veikir Framsókn 6. mars 2006 17:53 Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.Baldur Þórhallsson var gestur í hádegisviðtalinu á NFS og fjallaði þar um hvaða áhrif afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hefði á Framsóknarflokkinn og stjórnmálin. Hann sagði það erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að áberandi forystumaður, sem oft væri nefndur sem næsti formaður flokksins, segði af sér. Þá væri þetta ekki til þess fallið að styrkja stöðu formanns flokksins."Halldór (Ásgrímsson) missir þarna einn af nánustu samstarfsmönnum sínum, búinn að missa Finn (Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknar) nokkrum árum áður," sagði Baldur. "Hann þarf að taka inn, eða tekur inn, Siv sem hefur verið nokkuð gagnrýnin á hans störf. Það má vel vera að öldurnar lægi eitthvað, að minnsta kosti úr armi Sivjar.Baldur telur þetta þó slæm tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn. "Þetta er ekki gott fyrir flokkinn, talandi um að flokkurinn er ekki í góðri stöðu og mællist með um og undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum."Baldur velti því jafnframt upp að ef til vill væri afsögn Árna til marks um ný viðhorf stjórnmálamanna til starfs síns. Hann nefnir Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, og Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sem dæmi um unga stjórnmálamenn á uppleið sem hafi hætt og farið til starfa á hinum almenna markaði. Hann segir að þetta kunni að vera til marks um að fólk komi frekar til starfa í stjórnmálum, verði þar um stund og haldi svo annað frekar en að það líti á starf stjórnmálamanns sem ævistarf. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Brotthvarf Árna Magnússonar af þingi og úr ráðherrastóli veikir Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson, formann flokksins, segir Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði.Baldur Þórhallsson var gestur í hádegisviðtalinu á NFS og fjallaði þar um hvaða áhrif afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra hefði á Framsóknarflokkinn og stjórnmálin. Hann sagði það erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að áberandi forystumaður, sem oft væri nefndur sem næsti formaður flokksins, segði af sér. Þá væri þetta ekki til þess fallið að styrkja stöðu formanns flokksins."Halldór (Ásgrímsson) missir þarna einn af nánustu samstarfsmönnum sínum, búinn að missa Finn (Ingólfsson, fyrrverandi varaformann Framsóknar) nokkrum árum áður," sagði Baldur. "Hann þarf að taka inn, eða tekur inn, Siv sem hefur verið nokkuð gagnrýnin á hans störf. Það má vel vera að öldurnar lægi eitthvað, að minnsta kosti úr armi Sivjar.Baldur telur þetta þó slæm tíðindi fyrir Framsóknarflokkinn. "Þetta er ekki gott fyrir flokkinn, talandi um að flokkurinn er ekki í góðri stöðu og mællist með um og undir tíu prósenta fylgi í skoðanakönnunum."Baldur velti því jafnframt upp að ef til vill væri afsögn Árna til marks um ný viðhorf stjórnmálamanna til starfs síns. Hann nefnir Bryndísi Hlöðversdóttur, fyrrum þingmann Samfylkingarinnar, og Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, sem dæmi um unga stjórnmálamenn á uppleið sem hafi hætt og farið til starfa á hinum almenna markaði. Hann segir að þetta kunni að vera til marks um að fólk komi frekar til starfa í stjórnmálum, verði þar um stund og haldi svo annað frekar en að það líti á starf stjórnmálamanns sem ævistarf.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira