Hart deilt á lífeyrissjóði vegna skerðingaráforma 16. október 2006 16:17 MYND/Stefán Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Hart var deilt á þá lífeyrissjóði sem hafa tilkynnt um örorkulífeyrisþegum að greiðslur þeirra verði skertar eða felldar niður frá og með næstu mánaðamótum í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Kallað var eftir því að fjármálaráðherra hnekkti ákvörðuninni en hann sagði málið ekki í sínum höndum. Það var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna og benti á að 14 lífeyrissjóðir hefðu sent um 2300 manns tilkynningar um að lífeyrisgreiðslur þeirra yrðu skertar eða felldar niður frá og með 1. nóvember á þeim forsendum að þeir hefðu haft of miklar tekjur á öðrum vettvangi. Benti hann á að flestir þeirra sem yrðu fyrir skerðingunni hefðu á bilinu eina til tvær milljónir króna í árstekjur. Taldi Helgi skerðingarnar brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og fór fram á það að Árni Mathiesen fjármálaráðherra stigi fram og hnekkti ákvörðun lífeyrissjóðanna. Árni Mathiesen sagðist vel skilja að öryrkjar vildu ákvörðuninni hnekkt en leiðin til þess lægi ekki í gegnum fjármálaráðuneytið. Það hefði aðeins það hlutverk að staðfesta samþykktir lífeyrissjóða og skipa í stjórnir nokkurra sjóðanna. Fólk yrði að leita til gerðardóms í málinu og hann teldi skynsamlegast fyrir öryrkja að fara þá leið. Fleiri tóku til máls, þar á meðal Sæunn Stefánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem hvatti lífeyrissjóðina meðal annars til að fara sér hægt í skerðingaráformum sínum. Hér væri á ferðinni ferli sem ekki væri vitað hvert leiddi. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði nefndina hafa fjallað um málið og að hans mati væri þrennt sem stæði upp úr. Í fyrsta lagi væri óraunhæft við útreikninga á greiðslum að miða við verðlagsþróun og fremur ætti að miða við launavísitölu. Þá fyndist honum framkvæmd skerðingarinnar vélræn og ómanneskjuleg og enn fremur hefði aðlögunartími fólks verði stuttur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Pétri um að rangt væri að reikna út greiðslur út frá verðlagi og fremur ætti að horfa til launavísitölu enda hefði verið töluvert launaskrið hér á landi að undanförnu og öryrkjar ekki notið þess.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira