Þetta er fjórða árið í röð sem þjóðhátíð af þessu tagi er haldin í deild elstu barnanna á Tjarnarlandi. Börnin læra að hver þjóð hefur sín sérkenni og menningu sem ber að meta og virða.
Innflytjendamál hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og því segir Bryndís Skúladóttir aðstoðarleikskólastjóri ekki vanþörf á verkefni sem þessu enda samfélag á Austurlandi orðið fjölmenningarlegt. Þá tvo mánuði sem vinnuferlið hefur staðið yfir var fræðst á fjölbreyttan hátt um ólíkar þjóðir og haldnir sérstakir þjóðadagar tileinkaðir börnum af erlendum uppruna á deildinni.
Öll börnin og kennararnir höfðu tekið sér indjánanafn, sungu á máli indjánamáli og höfðu gaman af og að lokum var svo foreldum boðið með í dans.