Höfðað meiðyrðamáli gegn Sigurði Líndal lagaprófessor 3. janúar 2006 20:02 Sigurður Líndal var formaður nefndar sem ætlað var að rannsaka tildrög flugslyssins í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000 sem kostaði 6 manns lífið. Nefndin ætlaði sér að kynna efni skýrslunnar föstudaginn 29.júlí í fyrrasumar. Daginn áður komst einn fréttamanna Stöðvar 2 yfir skýrsluna og birti stöðin fréttir um helstu niðurstöður nefndarinnar sama dag. Sigurður brást við með því að afturkalla blaðamannafundinn og senda fjölmiðlum bréf, þar sem sagði meðal annars: "Í kvöldfréttum í gær sagði Stöð II frá efni skýrslunnar sem auk þess voru ekki réttar. Ljóst virðist því að einhver vandamanna - og er varla öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni - hefur brotið trúnað og látið Stöð II í té framangreindar upplýsingar". Þessi setning var margflutt í fjölmiðlum og Friðrik Þór segir að hann og lögmaður sinn hafi ítrekað sent Sigurði bréf og boðið honum að draga ummæli sín tilbaka en að Sigurður hafi í engu sinnt þeim tilmælum, og því sé Sigurði sjálfum um að kenna að málið sé nú komið fyrir dómstóla. Friðrik segir það sér ákaflega mikilvægt að virða trúnað og að til hans sé borið traust. Ummæli Sigurðar séu ærumeiðandi, óviðurkvæmileg og smekklaus og til þess fallin að sverta ímynd sína. Friðrik þvertekur með öllu fyrir að hafa lekið nokkrum trúnaðarupplýsingum til fréttamanna. Friðrik krefst þess að ummæli Sigurðar verði dæmd dauð og ómerk og hann greiði sér hálfa milljón króna í miskabætur, og 600.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu auk greiðslu málskostnaðar. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigurður Líndal var formaður nefndar sem ætlað var að rannsaka tildrög flugslyssins í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000 sem kostaði 6 manns lífið. Nefndin ætlaði sér að kynna efni skýrslunnar föstudaginn 29.júlí í fyrrasumar. Daginn áður komst einn fréttamanna Stöðvar 2 yfir skýrsluna og birti stöðin fréttir um helstu niðurstöður nefndarinnar sama dag. Sigurður brást við með því að afturkalla blaðamannafundinn og senda fjölmiðlum bréf, þar sem sagði meðal annars: "Í kvöldfréttum í gær sagði Stöð II frá efni skýrslunnar sem auk þess voru ekki réttar. Ljóst virðist því að einhver vandamanna - og er varla öðrum til að dreifa en Friðriki Þór Guðmundssyni - hefur brotið trúnað og látið Stöð II í té framangreindar upplýsingar". Þessi setning var margflutt í fjölmiðlum og Friðrik Þór segir að hann og lögmaður sinn hafi ítrekað sent Sigurði bréf og boðið honum að draga ummæli sín tilbaka en að Sigurður hafi í engu sinnt þeim tilmælum, og því sé Sigurði sjálfum um að kenna að málið sé nú komið fyrir dómstóla. Friðrik segir það sér ákaflega mikilvægt að virða trúnað og að til hans sé borið traust. Ummæli Sigurðar séu ærumeiðandi, óviðurkvæmileg og smekklaus og til þess fallin að sverta ímynd sína. Friðrik þvertekur með öllu fyrir að hafa lekið nokkrum trúnaðarupplýsingum til fréttamanna. Friðrik krefst þess að ummæli Sigurðar verði dæmd dauð og ómerk og hann greiði sér hálfa milljón króna í miskabætur, og 600.000 krónur til að kosta birtingu dóms í málinu auk greiðslu málskostnaðar.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira