REYKJAVIK.COM og REYKJAVIKMAG 9. júní 2006 11:00 Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif. Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif.
Lífið Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira