REYKJAVIK.COM og REYKJAVIKMAG 9. júní 2006 11:00 Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif. Lífið Menning Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Í gær opnaði vefurinn Reykjavik.com og fyrsta tímaritið af Reykjavikmag. Miðlarnir eru á ensku og eru hugsaðir sem gátt inn í borgina - heimsborgina Reykjavík; gagnrýnar alhliða upplýsingaveitur um alla þá menningarviðburði, tónleika, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir, næturlíf og afþreyingu sem þar er að finna. Markmiðið er að hvergi verði hægt að nálgast eins aðgengilegar, ábyggilegar og greinargóðar upplýsingar um viðburði, menningu og þjónustu í borginni. Þar eru einnig fáanlegar greinargóðar upplýsingar sem snúa að þjónustu fyrir ferðamanninn í höfuðborginni - hótel, veitingastaði og afþreyingu. Öll skrif, bæði í blaðinu og á vefnum eru álit ritstjórnar og meðmæli með stöðum og viðburðum og byggjast ekki á auglýsingaskrifum. Fyrir vikið eiga miðlarnir að vera marktækari en ella; miðlar þar sem fólk getur leitað traustra og skemmtilega skrifaðra upplýsinga. Einn helsti kosturinn við Reykjavik.com er að þar eru daglega uppfærðar á ensku nýjustu fréttir frá Íslandi; fréttir sem unnar eru í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Slík þjónasta hefur ekki verið fyrir hendi, nema að óverulega leyti, og verður henni vafalítið tekið fagnandi, ekki aðeins af enskumælandi fólki búsettu á Íslandi og erlendum ferðamönnum, heldur einnig af erlendum áhugamönnum um Ísland, hinum alþjóðlega viðskiptaheimi, sendiráðsfólki og öðrum sem eiga erindi og í samskiptum við Ísland og Íslendinga. Einnig verður þar að finna fjölda greina, bæði í tímaritinu og á vefnum, sem fjalla um menningu, þjóðmál, tísku og tíðaranda ásamt fjölda viðtala við áhugaverða Íslendinga. Tímaritið Reykjavikmag mun koma út á hálfsmánaðarfresti og verður dreift frítt um höfuðborgarsvæðið. Þá er hægt að gerast áskrifandi að sérstöku fréttabréfi Reykjavik.com sem sent verður daglega út til áskrifenda. Ritstjóri Reykjavik.com og Reykjavikmag er Anna Margrét Björnsson. Hún var áður ritstjóri tímaritanna Iceland Review, Atlantica, Sirkus Reykjavík, umsjónarmaður helgarefnis Fréttablaðsins og hefur m.a. starfað fyrir breska tímaritið Time Out. Ritstjórnarfulltrúi er Hanna Björk Valsdóttir sem ritstýrði áður vikuritinu Málinu sem kom út með Morgunblaðinu. Einnig koma góðir pennar til sögu, mestmegnis erlendir blaðamenn með víðtæka og alþjóðlega reynslu við ferða-, tónlistar- og menningarskrif.
Lífið Menning Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira