Mun færri fá greiddar vaxtabætur í ár en fyrra 26. júlí 2006 18:32 Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira