Íslendingar eignast West Ham 21. nóvember 2006 19:07 Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira