Mogens S. Koch Analog / Dialog 21. nóvember 2006 10:56 Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Á árunum 1965-1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Grænlands með Hasselblad-myndavél sína. Afrakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur dagana 24. nóvember 2006 - 28. janúar 2007. Myndirnar sem teknar eru í svarthvítu sýna stórbrotið landslag Grænlands þar sem andstæður ljóss og skugga eru í öndvegi. Mogens fléttar saman töfrandi landslagið, íbúana og hrjóstrugt umhverfið í myndum sínum sem gefa heilstæða og jafnframt raunsæja mynd af landinu sjálfu. Mogens framkallar myndir sínar á hefðbundinn hátt á silfur-gelatín fíberpappír sem gefur mestu gæðin og eftir hið hefðbundna framköllunarferli meðhöndlar hann þær með seleníum-tóner og þurrkar þær á réttan hátt. Gæði eru Mogens mjög mikilvæg. Ljósmyndirnar eiga að endast og mögulega verða fallegri með tímanum og er ekki vikið frá þeirri reglu við gerð myndanna á þessari sýningu. Mogens S. Koch hefur í yfir 40 ár unnið ötullega að skrásetningu með ljósmyndum og ljósmyndavarðveislu. Hann var einn af stofnendum forvörsluskóla Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn þar sem fyrst var lögð áhersla á að byggja upp skráningu með ljósmyndum. Nokkuð fljótlega upp úr því tók svo ljósmyndaforvarsla á sig mynd. Á síðastliðnum 25 árum hefur Mogens S. Koch gegnt mikilvægu hlutverki í faginu á alþjóðavettvangi. Samhliða kennslunni hefur Mogens séð um ljósmyndun á verkum margra fremstu og færustu arkitekta og listhandverksmanna Dana. Ljósmyndarinn hefur einnig gert margar stórfenglegar myndaraðir í öðrum heimshlutum, þar sem m.a. Danmörk, Eþíópía, Hong Kong og trúarhreyfingin Shakers í Bandaríkjunum hafa komið við sögu. Um árabil hefur Mogens einnig tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi og árið 2003 hlaut hann Menningarverðlaun Deutsche Gesellschaft für Photographie (DGPh) í Berlín ásamt hinum þekkta leikstjóra og ljósmyndara Wim Wenders.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira