Eggert og félagar kaupa West Ham 21. nóvember 2006 09:08 Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur. Fréttir Innlent Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Stjórn liðsins tilkynnti þetta í morgun. Hópurinn greiðir 85 milljónir punda, jafnvirði 11,4 milljarða króna, fyrir 83 prósenta hlut í félaginu og tekur að líkindum við skuldum félagsins sem nema um þremur milljörðum. Terry Brown, formaður stjórnar West Ham, sagði við fjölmiðla í morgun að gott verð hefði fengist fyrir hlutinn. „Eggert Magnússon er staðráðinn í því að tryggja að knattspyrnufélagið viðhaldi velsæld sinni bæði á knattspyrnuvellinum og utan hans, til hagsbóta fyrir áhangendur félagsins og aðra," sagði Brown við blaðamenn í morgun.Eggert Magnússon sagði í samtali við BBC að hann væri bæði ánægður og stoltur yfir því að Terry Brown og félagar skyldu taka tilboðinu og að nú væri hægt að binda enda á óvissu síðustu vikna og horfa til framtíðar með það að markmiði að strykja stöðu félagsins.„Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að verða stjórnarformaður West Ham og fullvissa starfsfólk, leikmenn og áhangendur um að ég er kominn hingað til að þjóna þeim og gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja árangur innan vallar sem utan," sagði Eggert.Þá segir Eggert enn fremur að hann muni íhuga að flytja heimavöll félagsins frá Upton Park til Ólympíuleikvangsins í Lundúnum. „Við kaupum það sem nú er til staðar, það er að segja Upton Park, en ef það gefst tækifæri til að ræða flutning á Ólympíuleikvanginn í framtínni, mun ég kanna það," segir Eggert enn fremurFramtíð argentínsku leikmannanna Carlosar Tevez and Javiers Mascheranos hjá félaginu virðist hins vegar í óvissu eftir kaupin því Íraninn Kia Joorabchian greiddi fyrir komu þeirra til félagsins og hugðist svo kaupa félagið en af því varð augljóslega ekki.West Ham er nú í fimmta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er fallið úr bæði Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum svo ljóst er að Eggerts og félaga bíður erfitt verkefni í vetur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira