Lögreglan í Hafnarfirði vinnur að rannsókn á tildrögum banaslyss sem varð á Reykjanesbraut er bifreið var ekið á steyptan klossa.
Pólverji á þrítugsaldri lést í slysinu en tveir félagar hans sluppu með minni háttar meiðsl. Þeir hafa verið úrskurðaðir í farbann og hafa stöðu sakbornings, meðal annars vegna rannsóknar á mögulegu manndrápi af gáleysi.
Að sögn Kristjáns Ó. Guðnasonar aðstoðaryfirlögregluþjóns miðar rannsókn málsins meðal annars að því að upplýsa hver ók bifreiðinni þegar slysið varð.