JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu 16. desember 2006 12:15 Segir Bubba sjá um Hraunið en þeir Soul Brothers ætla að telja í nokkur blúsuð jólalög að Sogni. „Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira