Nostrað við hlustir 18. desember 2006 14:30 Má bjóða þér hljóð? Þóranna Dögg Björnsdóttir skapar hljóðleg hughrif við Hverfisgötuna. Mynd/friðrik örn Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“