Skrúfað fyrir bloggið 27. júlí 2006 05:00 Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur. Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur.
Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira