Rowling afhjúpar titilinn 23. desember 2006 11:45 Höfundurinn hefur afhjúpað titilinn á nýjustu bókinni um Harry Potter. Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. Höfundurinn J.K. Rowling hefur þegar viðurkennt að tvær persónur muni deyja í bókinni og hafa einhverjir talið að önnur þeirra verði sjálfur Harry Potter. Vangaveltur um bókatitlaAðdáendur Potter gátu tekið þátt í leik á heimasíðu Rowling til að komast að bókatitlinum. Orðrómur hafði verið uppi um hina ýmsu titla, þar á meðal Harry Potter and the Graveyard of Memories, en Rowling vísaði þeim öllum á bug. Talið er að bókin komi út á ensku næsta sumar og kemur hún væntanlega út í íslenskri þýðingu um haustið. Má búast við því að hún njóti mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar um galdrastrákinn og ævintýri hans. Dreymir PotterJ.K Rowling með eiginmanni sínum, Dr Neil Murray. Rowling er að ljúka við gerð síðustu bókar sinnar um Harry Potter.fréttablaðið/gettyimagesÍ nýlegu viðtali sagðist Rowling vera farin að skrifa á kaffihúsum á nýjan leik, rétt eins og hún gerði fyrir þrettán árum þegar hún byrjaði fyrst að semja bækurnar um Harry Potter. Hún hefur einnig viðurkennt að hafa dreymt að hún væri bæði Potter og sögumaður á sama tíma. Rowling sagði að margir hefðu spurt sig í gegnum árin hvort hana dreymdi nokkurn tímann að hún væri í heimi Potters. „Svarið var „nei" þangað til fyrir skömmu þegar mig dreymdi að ég væri á sama tíma Harry og sögumaðurinn," sagði hún. „Kannski ætti ég að draga úr koffínneyslunni." Ánægð með myndinaRowling bætti því við að hún hefði séð tuttugu mínútna myndskeið úr fimmtu kvikmyndinni um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, og fannst mikið til koma. Verður myndin frumsýnd í júlí á næsta ári. Bækurnar um Potter hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hafa verið þýddar yfir á 63 tungumál. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter mun heita Harry Potter and the Deathly Hallows. Þykir titillinn vísa í myrkt umfjöllunarefni lokabókarinnar. Enn á eftir að finna íslenskan titil á bókina. Höfundurinn J.K. Rowling hefur þegar viðurkennt að tvær persónur muni deyja í bókinni og hafa einhverjir talið að önnur þeirra verði sjálfur Harry Potter. Vangaveltur um bókatitlaAðdáendur Potter gátu tekið þátt í leik á heimasíðu Rowling til að komast að bókatitlinum. Orðrómur hafði verið uppi um hina ýmsu titla, þar á meðal Harry Potter and the Graveyard of Memories, en Rowling vísaði þeim öllum á bug. Talið er að bókin komi út á ensku næsta sumar og kemur hún væntanlega út í íslenskri þýðingu um haustið. Má búast við því að hún njóti mikilla vinsælda eins og fyrri bækurnar um galdrastrákinn og ævintýri hans. Dreymir PotterJ.K Rowling með eiginmanni sínum, Dr Neil Murray. Rowling er að ljúka við gerð síðustu bókar sinnar um Harry Potter.fréttablaðið/gettyimagesÍ nýlegu viðtali sagðist Rowling vera farin að skrifa á kaffihúsum á nýjan leik, rétt eins og hún gerði fyrir þrettán árum þegar hún byrjaði fyrst að semja bækurnar um Harry Potter. Hún hefur einnig viðurkennt að hafa dreymt að hún væri bæði Potter og sögumaður á sama tíma. Rowling sagði að margir hefðu spurt sig í gegnum árin hvort hana dreymdi nokkurn tímann að hún væri í heimi Potters. „Svarið var „nei" þangað til fyrir skömmu þegar mig dreymdi að ég væri á sama tíma Harry og sögumaðurinn," sagði hún. „Kannski ætti ég að draga úr koffínneyslunni." Ánægð með myndinaRowling bætti því við að hún hefði séð tuttugu mínútna myndskeið úr fimmtu kvikmyndinni um Harry Potter, Harry Potter og Fönixreglan, og fannst mikið til koma. Verður myndin frumsýnd í júlí á næsta ári. Bækurnar um Potter hafa selst í milljónum eintaka um heim allan og hafa verið þýddar yfir á 63 tungumál.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira